Tuesday 22 February 2011

Hið fullkomna líf

Jæja, ný færsla.. Ég er ekki besti bloggari í heimi. En ég mun reyna að standa mig.
Það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum, fullt af verkefnum og nú er ég búin að kynnast öllum hér. Kennararnir eru yndislegir sem og samnemendur mínir.
Aaa, eflaust mest spennandi fréttirnar. Varðandi herbergisfélaga minn, þessi sem lyktaði svo illa...tja nú get ég sagt fyrrverandi herbergisfélagi minn! Því núna er ég flutt í einstaklingsherbergi! Jább, lyktin varð svo slæm að ég gat ekki sofið, ég vaknaði um miðja nótt og þurfti að opna gluggann! Sönn saga, versta var að daginn eftir bað hún mig að opna ekki gluggann svo oft því hún var að verða veik. Þá var glasið orðið fullt og ég tók þá ákvörðun að tala við kennarann minn og flutti á aðra hæð í einstaklingsherbergi! Allt annað líf! Dásamlegt verð ég að segja. Besta vinkona mín hér, Josefine býr í næsta herbergi, hún flutti sama dag og ég svo við héldum innflutningspartý saman, ansi huggulegt. Síðan þá hafa verið ófá partý, lítil sem stór.

Þetta er hið fullkomna líf. Nú ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að skrifa upp hina dæmigerðu skólaviku hjá mér!
Mánudagur: Spuni og næstu 5 vikurnar erum við að vinna í verkefni með sirkuslínunni
Þriðjudagur: Tónsmíð og tími sem heitir reflections, þar gerum við allt ýmislegt, t.d lesum enskar bókmenntir, förum í ratleik, förum á listasöfn, lesum ljóð, fyrirlestrar frá ýmsum kennurum og margt fleira
Miðvikudagur: Band playing kallast það, en þá erum við að vinna í lögunum okkar sem við semjum fyrir þriðjudaga. Í fyrstu spiluðum við cover lög, en núna spilum við aðeins okkar eigin lög. Svo er tími aðeins með söngvurunum þar sem við lærum að beita röddinni rétt o.s.frv
Fimmtudagur: Into the beat- tími þar sem við lærum á trommur og ýmislegt um takta. Intercultural understanding, svipar til félagsfræði og eru með uppáhaldstímunum mínum hérna, því kennarinn minn Adrick er mögulega mesti snillingur sem ég hef hitt.
Föstudagur: Þá erum við aðeins í tímum til 12 og erum í stúdíóinu allan fyrri partinn.

Einkar gefandi og litríkar lýsingar á dæmigerðri skólaviku hjá mér. En þar fyrir utan er alltaf nóg að gera á kvöldin. Fimmtudagar hér eru kallaðir "lille fredag", til dæmis er þessi vika mjög upptekin, á morgun er ég að fara á jazztónleika rétt fyrir utan Silkeborg, á fimmtudaginn á vinkona mín hér afmæli, föstudaginn er café(partý haldin aðra hverja helgi á vegum café hópsins sem ég er í) og nú er þemað hip hop... Á laugardaginn eru svo tónleikar með Jimmi Jörgensen, ég þekki hann ekki sjálf, en hann er víst voða þekktur hér í Dk og þar sem tónleikarnir eru á sviðinu sem tilheyrir skólanum fáum við nemendurnir hér frítt! Og eftir tónleikana er svokallað er surprise partý,,,
Já, það er snilld að allt sem er í gangi hér í skólanum er fríkeypis fyrir okkur nemendurna! Því til dæmis er Electronic music festival þar næstu helgi og það er víst frekar stór hátíð hér í Danmörku, eeen við fáum frítt á þessa hátíð! Svo ég hlakka mikið til þess!

En fyrir utan fyrrverandi herbergisfélaga minn, þá sker eflaust helst upp úr að ég er komin með gigg! Karen vinkona mín hér, einnig í söng, fékk það verkefni að undirbúa klst. prógramm til að syngja í dinner fyrir viðskiptafólk í aarhus. Hún ætlar að semja öll lögin sjálf og systir hennar mun spila á selló með henni oooog hún bað mig að hjálpa sér með þetta verkefni ásamt tveimur öðrum úr skólanum sem verða á píanó og trommur.
Við Karen erum strax komnar með 4 lög og erum að vinna í því fimmta og svo förum við til Aarhus 9.mars og flytjum þetta! Eftir það munum við reyna að halda sem flesta tónleika hér í Silkeborg og vonandi annars staðar, erum strax komnar með mögulega tónleika 1.apríl í bæ sem heitir Espjerg!  Þar fyrir utan erum við búnar að ákveða að taka lögin upp í stúdíóinu og mögulega að taka þau upp með electronic línunni hérna.
jájájá, margt skemmtilegt og spennandi búið að gerast hérna og ég veit ekki hvernig ég á að koma því öllu að,,
JÚ, ein skemmtileg saga...fyrir tveimur helgum var haldið café, mecíkóskt þema, sem þýðir dans og tequila. Partýið var mjög skemmtilegt en endaði frekar snemma, ég ásamt vinkonum mínum trítlaði yfir í hina bygginguna og við ákváðum að horfa á einn þátt áður en við færum að sofa.
Þar sem að ég var enn frekar, tja ansi drukkin, var ég smá ringluð þegar þátturinn var hálfnaður svo ég kvaddi stelpurnar og sagðist ætla í bólið. Ég rölti um ganginn, leitandi af herberginu mínu en fann það hvergi. Eins undarlegt og það virðist! Ósköpin enduðu á því að ég sofnaði í því herbergi sem ég hélt að ætti að vera mitt herbergi.
Daginn eftir vakna ég, heldur betur áttavillt en mundi svo af hverju ég væri ekki í mínu herbergi...ég fór fram á gang og ætlaði mér að komast til botns í þessu máli, enn uppgötvaði að ég var allan tímann á fyrstu hæðinni að leita að herberginu mínu, fattaði ekki að fara upp stigann. Svona er maður skarpur! Ég fór niður í brunch og sagði samnemendum mínum þessa sögu, þeim til mikillar skemmtunar...En það besta var að við vissum ekkert hvað varð um drenginn sem býr í þessu herbergi...stuttu síðar sáum við hann sofandi í sófanum hjá eldhúsinu, greyið drengurinn hafði verið rekinn úr eigin herbergi.

Jæja, vonandi er þetta eitthvað.
-ég er ekki enn búin að finna flotta loka setningu eins og "I'm out". eða "Þar til næst"... það kemur