Thursday 10 March 2011

Can I get an AMEN?

jáb. Á morgun er café (munið..partýin sem partýhópurinn minn sér um að plana aðra hverja viku) og á morgun er þemað BRÚÐKAUP! Þetta partý verður örugglega mjög skrautlegt, við munum byrja kl.19.30 með gæsa og steggjapartýjum. Klukkan 21 munum við svo hittast í einum salnum hér, sem verður skreyttur eins og kirkja, þar verður athöfnin og að lokum förum við á stóra sviðið og þar verður veislan. Hver og einn fékk hlutverk í dag, og verkefni með hlutverkinu! Ég dróg hlutverkið sem mig langaði mest að fá og það eeeeer: PRESTURINN. Snilldin eina. Ég er búin að skrifa ræðuna mína, hún byrjar með, Can I get an amen? svo mun ég fara í hið týpíska, we are gathered here today to celebrate......en svo mun ég taka ræðuna hans Joey úr friends.. it's a love based on giving, sharing, having and receiving..

Annars er margt búið að gerast hér, Við Karen, Anders og Alex spiluðum í Aarhus í gær og það gekk mjög vel! Smá vandamál með hljóðið en þetta voru svo afslappaðir tónleikar að það sakaði ekki. Í dag fengum við svo þær frábæru fréttir að forstjóri bakans sem var meðal hlustenda, leist svona líka vel á okkur að hann bað um email eða símanúmer til að fá okkur aftur að spila! Þannig að núna næst á dagskrá er bara að semja fleiri lög og æfa fyrir næsta gigg!:)

Þar fyrir utan plönum við Emil og Josefine vor/sumartónleika, þ.e útitónleika þar sem ég mun spila á ukulele, Josefine á gítar og Emil mun syngja. Ég er akkúrat núna að æfa þetta lag: http://www.youtube.com/watch?v=Pash--sNnUI Satt best að segja er ég ekki nógu góð á gripinn, en það kemur með æfingunni!
JÁ og áður en ég hætti, þá langaði mig að koma því að hvað veðrið hér er búið að vera ljúft! Sl.daga hef ég setið úti í sólinni og verið úti í fótbolta þegar ég er ekki inni að æfa! Núna er reyndar byrjað að rigna, en vorið er farið að segja til sín!

p.s við erum ekki enn komin með nafn á hljómsveitina svo allar uppástungur eru vel þegnar!!!:)

OG ef þið sáuð ekki statusinn minn á fb um daginn með þessum link: http://www.deaz.dk/ þá mæli ég eindregið með því að þig kíkið á þetta. Mjög tilfinningaþrungið, skilur eftir sig ,,,já ég veit ekki hvað skal segja.. jafnvel ef þið eruð búin að sjá þetta  kíkið aftur. It's worth it

Tuesday 22 February 2011

Hið fullkomna líf

Jæja, ný færsla.. Ég er ekki besti bloggari í heimi. En ég mun reyna að standa mig.
Það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum, fullt af verkefnum og nú er ég búin að kynnast öllum hér. Kennararnir eru yndislegir sem og samnemendur mínir.
Aaa, eflaust mest spennandi fréttirnar. Varðandi herbergisfélaga minn, þessi sem lyktaði svo illa...tja nú get ég sagt fyrrverandi herbergisfélagi minn! Því núna er ég flutt í einstaklingsherbergi! Jább, lyktin varð svo slæm að ég gat ekki sofið, ég vaknaði um miðja nótt og þurfti að opna gluggann! Sönn saga, versta var að daginn eftir bað hún mig að opna ekki gluggann svo oft því hún var að verða veik. Þá var glasið orðið fullt og ég tók þá ákvörðun að tala við kennarann minn og flutti á aðra hæð í einstaklingsherbergi! Allt annað líf! Dásamlegt verð ég að segja. Besta vinkona mín hér, Josefine býr í næsta herbergi, hún flutti sama dag og ég svo við héldum innflutningspartý saman, ansi huggulegt. Síðan þá hafa verið ófá partý, lítil sem stór.

Þetta er hið fullkomna líf. Nú ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að skrifa upp hina dæmigerðu skólaviku hjá mér!
Mánudagur: Spuni og næstu 5 vikurnar erum við að vinna í verkefni með sirkuslínunni
Þriðjudagur: Tónsmíð og tími sem heitir reflections, þar gerum við allt ýmislegt, t.d lesum enskar bókmenntir, förum í ratleik, förum á listasöfn, lesum ljóð, fyrirlestrar frá ýmsum kennurum og margt fleira
Miðvikudagur: Band playing kallast það, en þá erum við að vinna í lögunum okkar sem við semjum fyrir þriðjudaga. Í fyrstu spiluðum við cover lög, en núna spilum við aðeins okkar eigin lög. Svo er tími aðeins með söngvurunum þar sem við lærum að beita röddinni rétt o.s.frv
Fimmtudagur: Into the beat- tími þar sem við lærum á trommur og ýmislegt um takta. Intercultural understanding, svipar til félagsfræði og eru með uppáhaldstímunum mínum hérna, því kennarinn minn Adrick er mögulega mesti snillingur sem ég hef hitt.
Föstudagur: Þá erum við aðeins í tímum til 12 og erum í stúdíóinu allan fyrri partinn.

Einkar gefandi og litríkar lýsingar á dæmigerðri skólaviku hjá mér. En þar fyrir utan er alltaf nóg að gera á kvöldin. Fimmtudagar hér eru kallaðir "lille fredag", til dæmis er þessi vika mjög upptekin, á morgun er ég að fara á jazztónleika rétt fyrir utan Silkeborg, á fimmtudaginn á vinkona mín hér afmæli, föstudaginn er café(partý haldin aðra hverja helgi á vegum café hópsins sem ég er í) og nú er þemað hip hop... Á laugardaginn eru svo tónleikar með Jimmi Jörgensen, ég þekki hann ekki sjálf, en hann er víst voða þekktur hér í Dk og þar sem tónleikarnir eru á sviðinu sem tilheyrir skólanum fáum við nemendurnir hér frítt! Og eftir tónleikana er svokallað er surprise partý,,,
Já, það er snilld að allt sem er í gangi hér í skólanum er fríkeypis fyrir okkur nemendurna! Því til dæmis er Electronic music festival þar næstu helgi og það er víst frekar stór hátíð hér í Danmörku, eeen við fáum frítt á þessa hátíð! Svo ég hlakka mikið til þess!

En fyrir utan fyrrverandi herbergisfélaga minn, þá sker eflaust helst upp úr að ég er komin með gigg! Karen vinkona mín hér, einnig í söng, fékk það verkefni að undirbúa klst. prógramm til að syngja í dinner fyrir viðskiptafólk í aarhus. Hún ætlar að semja öll lögin sjálf og systir hennar mun spila á selló með henni oooog hún bað mig að hjálpa sér með þetta verkefni ásamt tveimur öðrum úr skólanum sem verða á píanó og trommur.
Við Karen erum strax komnar með 4 lög og erum að vinna í því fimmta og svo förum við til Aarhus 9.mars og flytjum þetta! Eftir það munum við reyna að halda sem flesta tónleika hér í Silkeborg og vonandi annars staðar, erum strax komnar með mögulega tónleika 1.apríl í bæ sem heitir Espjerg!  Þar fyrir utan erum við búnar að ákveða að taka lögin upp í stúdíóinu og mögulega að taka þau upp með electronic línunni hérna.
jájájá, margt skemmtilegt og spennandi búið að gerast hérna og ég veit ekki hvernig ég á að koma því öllu að,,
JÚ, ein skemmtileg saga...fyrir tveimur helgum var haldið café, mecíkóskt þema, sem þýðir dans og tequila. Partýið var mjög skemmtilegt en endaði frekar snemma, ég ásamt vinkonum mínum trítlaði yfir í hina bygginguna og við ákváðum að horfa á einn þátt áður en við færum að sofa.
Þar sem að ég var enn frekar, tja ansi drukkin, var ég smá ringluð þegar þátturinn var hálfnaður svo ég kvaddi stelpurnar og sagðist ætla í bólið. Ég rölti um ganginn, leitandi af herberginu mínu en fann það hvergi. Eins undarlegt og það virðist! Ósköpin enduðu á því að ég sofnaði í því herbergi sem ég hélt að ætti að vera mitt herbergi.
Daginn eftir vakna ég, heldur betur áttavillt en mundi svo af hverju ég væri ekki í mínu herbergi...ég fór fram á gang og ætlaði mér að komast til botns í þessu máli, enn uppgötvaði að ég var allan tímann á fyrstu hæðinni að leita að herberginu mínu, fattaði ekki að fara upp stigann. Svona er maður skarpur! Ég fór niður í brunch og sagði samnemendum mínum þessa sögu, þeim til mikillar skemmtunar...En það besta var að við vissum ekkert hvað varð um drenginn sem býr í þessu herbergi...stuttu síðar sáum við hann sofandi í sófanum hjá eldhúsinu, greyið drengurinn hafði verið rekinn úr eigin herbergi.

Jæja, vonandi er þetta eitthvað.
-ég er ekki enn búin að finna flotta loka setningu eins og "I'm out". eða "Þar til næst"... það kemur

Sunday 16 January 2011

Fyndni..

Ég ætlaði að fara að sofa fyrir 2 tímum en get ekki sofnað..Svo ég ákvað að varpa fram smá hugleiðingu hér..því ég hef mikið velt fyrir mér, frá því að ég kom hingað til Danmerkur hvernig það yrði að eiga öll samskipti á öðru tungumáli.
Þá er ég ekki að meina því ég er að læra nýtt tungumál, heldur því ég hef mikið hugsað um hvernig húmorinn minn muni þróast.
Það er öðruvísi að vera fyndinn á ensku. Hvað þá dönsku?? Ég átti frekar erfitt með það fyrstu dagana, ég held að ég hafi virkilega hlegið minna en venjulega sökum þess að ég kunni ekki að vera fyndin á öðru tungumáli..no just making a joke there..nej, jeg griner bara..þetta er svo kjánalegt finnst mér. Jú en svo hlaut stundin að renna upp því sl.fimmtudag var ég með vinkonum mínum uppi á herbergi að sötra smá bjór og þá byrjuðum við að grínast og viti menn, húmorinn kom bara yfir mig, svona líka á öðru tungumáli. Þá hló ég mikið, af þeim og sjálfri mér--ég er mikið á móti frasanum: heimskur hlær að sjálfs fyndni!

Annars er þessi færsla tileinkuð Höllu Þórlaugu þar sem að stúlkan bað um myndir. Því miður er ég ekki með myndavél og þess vegna hef ég ekki verið dugleg í þeim bransanum en ég er með nokkrar myndir frá föstudagskvöldinu


Karen,, Javanna og ég

"krúið" Karen,Josefine,Javanna,Rosa og ég


Okkur hafði verið gefið það verkefni fyrir föstudaginn að gera eitthvað fallegt fyrir hitt kynið. Drengirnir höfðu skipulagt hengimann þar sem þeir skrifuðu stafina á bringuna á sér(eins og sést) og þegar við giskuðum á rétt orð kom þessi bakki fram af fríum skotum fyrir okkur stúlkurnar.


Hengimaður..

Búin að syngja lögin tvö, sáttar með frammistöðuna! ég og Anna

(ég þarf að finna svona slang til að enda allar færslur, eitthvað kjánalegt eins og: Þar til næst.. eða L8ER eða Með puttann á púlsinum!)

Easy like a sunday morning. .

Í dag er vika frá því að ég kom hingað! Mér finnst eins og ég hafi verið hér í nokkrar vikur, ef ekki mánuði! Vikan er búin að vera mjög ljúf og góð, herbergisfélagi minn lyktar enn illa, en ég keypti ilmkerti fyrir herbergið mitt, svo það ætti nú að hjálpa eitthvað til.
Vikan einkenndist af söngæfingum, ég fór í trommutíma, kór, ratleik um Silkeborg..(mitt lið vann, auðvitað) og margt fleira! Ég er komin í nokkurs konar "krú" núna, við erum fimm stelpur, fjórar danskar og svo ég. Vonandi að ég læri dönsku af þeim þar sem allt hérna fer fram á ensku! Sem mér finnst vera frekar mikill ókostur, en ekkert að gera í því. Ég er búin að gera samkomulag við stelpurnar og eftir einhvern tíma ætla þær bara að tala dönsku við mig! Huggulegt það, já!
Ásamt aðalfaginu okkar fáum við að velja eitt aukafag og þar valdi ég fag sem heitir interculture, þetta er nokkurs konar félagsfræði þar sem við skoðum mismunandi menningarfélög, siði og venjur. Við erum reyndar ekki búin að fá listann yfir aukafög svo ég veit ekki hvort ég fái að vera í þessu fagi. Við áttum líka að skipta okkur í svokallaða Studentgroups. Það eru hópar sem halda félagslífinu gangandi, einn hópur sem sér um að taka myndir, skrifa um liðna atburði o.fl, einn hópurinn sér um öll tæknimál þegar það kemur að tónleikum, partýjum og slíkum viðburðum.
Ég fór í hóp sem heitir café group og þar er ég að skipuleggja partýin, sem eru aðra hvora helgi. Við eigum að sjá um að velja þema, fá einhverja í skólanum til að koma fram, sjá um að kaupa inn áfengi og vera á barnum og byggja upp stemngingu fyrir partýin með plakötum og slíku. Næsta partý er þarnæstu helgi og við erum strax byrjuð að brainstorma fyrir þema!
Fyrsta partýið var núna sl. föstudag. Þemað var gala og allir voru uppdressaðir, kennararnir þjónuðu okkur og tóku á móti okkur með kampavíni og snittum. Kvöldið byrjaði klukkan sex, en þar sem að tónlistardeildin var með atriði um kvöldið vorum við í soundchecki til kl.17.10 og ég hafði þar af leiðandi nánast engan tíma til að taka mig til. En ég mætti á réttum tíma, við fengum gúrm mat og ég dansaði eins og vitleysingur! Atriðið gekk mjög vel og eftir það var dansað fram á rauða nótt, og bókstaflega rauða nótt. Ég held ég hafi verið að dansa stanslaust í 6 tíma, án þess að setjast níður, því við stelpurnar fórum ekki í bæinn eins og sumir heldur vorum hér frá 18.00 og röltum ekki yfir í hina bygginguna, þar sem herbergin okkar eru fyrr en kl.07.00 um morguninn!
Daginn eftir vöknuðum við mishress, fórum saman í súpermarkaðinn og keyptum snakk og tilheyrandi. Síðan settum við upp myndvarpa í einum salnum, komum með fullt af dýnum og sængum og höfðum Star Wars maraþon. Mögulega mesti letidagur lífs míns, en allt of huggulegur! Ég ákvað að vera heima í gær og fór snemma í  háttinn, nú er ég nýkomin úr brunch og mín bíður ljúfur sunnudagur!


http://www.youtube.com/watch?v=Z8ZeBog2yFM

Tuesday 11 January 2011

Komin!

Þá er ég loksins mætt í skólann!
En ferðalagið byrjaði fyrir löngu..auðvitað slasaði ég mig  fyrir ferðina svo nú er ég með teygjusokk um höndina og get varla notað hana. Bíllinn var rafmagnslaus svo við þurftum að fá leigubíl til að gefa okkur start sem tók dágóðan tíma, ég hélt ég myndi ærast þann morgun, skrautleg byrjun. Á flugvellinum biðu Íris og Sunna mín, við hittum Ingunni og Höllu Þórlaugu og kvöddum þær.
Flugið var ágætt, með okkur um borð var erlendur fangi sem hafði verið vísað úr landi og þýska handboltaliðið, ágætt það! Við þremeningarnir (sunna,sara og íris) snæddum saman á flugvellinum og tókum svo lestina samferða áleiðis, Íris kvaddi okkur þó snemma en við Sunna lentum í "skemmtilegum" samræðum við danskt ljóðskáld sem hafði samið ljóð um Ísland. Þetta byrjaði allt mjög spennandi en síðan fór félaginn að röfla um sögu Danmerkur við mig og þá misstum við alveg þolinmæðina. Hann gaf Sunnu ljóðið um Ísland en mér þetta ljóð sem hann las upp svo dramatískt fyrir mig...njótið..
Please forward:
The paper flowers that I left for her.

They had been collected in my garden
when I walked
biked (athugið snilldina að hann setti þetta orð í næstu línu..stíllinn er út allt ljóðið...lol)
or (kúl)
took the train or aeroplane.

They had many colours
and(hér er áhersla)
a lot of origins.

Ég nenni því miður ekki að skrifa allt ljóðið, en svona er þefurinn af þessu.
Já ég kom svo í skólann, fór beint upp í herbergið mitt. Herbergi númer 5, á fyrstu hæð og þar hitti ég herbergisfélann minn. Hún heitir Sidsel og er frá Danmörku. Hún er málglöð, opin og ægilega ljúf stúlka en eitt angrar mig og það er hversu illa stúlkan lyktar, ég vissi að ég myndi lenda í einhverju svona, en ég er dugleg að opna gluggann svo þetta kemur ekkert að sök..eða mun venjast. Ég sofnaði snemma og vaknaði eldhress morguninn eftir, fyrsta skóladaginn.
Morgunmatur er alltaf milli 8-8.45 og fyrsti tími byrjar 9. Dagurinn byrjaði svo á samsöng á stóra sviðinu og við sungum saman Stevie Wonder. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir skólanum! Því næst fór ég í aðalfagið mitt, sem er söngur og við byrjuðum á lagi sem við munum flytja nk.föstudag á opnunarhátíð skólans. Þar sem að við erum 7 söngvarar í námi núna var smá vesen að skipta þessu á milli okkar, en það hófst að lokum. Lagið heitir still a friend of mine- http://www.youtube.com/watch?v=WlpQMvHoFCk mikið feelgood lag og við röddum viðlagið og svona snilld. Það eina sem ég syng þarna ein er: And after all the tears are gone, Do we have the heart to carry on?.. fallegt haa? Fyrsti dagurinn fór að mestu í þetta lag og svona nokkrar vandræðalegar samræður við fólkið hér í skólanum. Ég fór líka snemma að sofa þá vegna þess að ég nennti ekki niður að spjalla við fólk, ég var búin að vera að því allan daginn svo ég ákvað að verða félagsskítur það kvöld.
Dagurinn í dag hefur verið mun fjölbreyttari! Við fórum í fitness og jóga í morgun, algjör snilld að fá hreyfingu, ég gat samt ekki gert allar æfingarnar út af hendinni minni, haha. Aðalfagið tók þá við og nú erum við að æfa nýtt lag sem heitir So I got the groove, við sýnum það líka nk.föstudag-  http://www.youtube.com/watch?v=s6Ua9trBnrg&feature=related við útsettum þetta örlítið öðruvísi en þetta er stemningin. Næst var hádegismatur og svo kór! Tímarnir hérna eru svo skemmtilegir og við erum að læra svo margt spënnandi, til dæmis fékk ég að læra smá á trommur í dag, ekki lítið gaman!
Ég kynntist líka fleira fólki í dag, nokkrum á dansbrautinni og tónlistarbrautinni, mjög indælar stelpur, hef góða tilfinningu fyrir þessu!
En nú er ég uppi á herbergi, kvöldmatur eftir einn og hálfan tíma. Spurning að skella sér í bæinn og skoða Silkeborg...
Ég sakna ykkar allra!
-Sara
Enda á einu af lögunum sem við sungum í kór
:http://www.youtube.com/watch?v=6bdfQyWaS14