Thursday 10 March 2011

Can I get an AMEN?

jáb. Á morgun er café (munið..partýin sem partýhópurinn minn sér um að plana aðra hverja viku) og á morgun er þemað BRÚÐKAUP! Þetta partý verður örugglega mjög skrautlegt, við munum byrja kl.19.30 með gæsa og steggjapartýjum. Klukkan 21 munum við svo hittast í einum salnum hér, sem verður skreyttur eins og kirkja, þar verður athöfnin og að lokum förum við á stóra sviðið og þar verður veislan. Hver og einn fékk hlutverk í dag, og verkefni með hlutverkinu! Ég dróg hlutverkið sem mig langaði mest að fá og það eeeeer: PRESTURINN. Snilldin eina. Ég er búin að skrifa ræðuna mína, hún byrjar með, Can I get an amen? svo mun ég fara í hið týpíska, we are gathered here today to celebrate......en svo mun ég taka ræðuna hans Joey úr friends.. it's a love based on giving, sharing, having and receiving..

Annars er margt búið að gerast hér, Við Karen, Anders og Alex spiluðum í Aarhus í gær og það gekk mjög vel! Smá vandamál með hljóðið en þetta voru svo afslappaðir tónleikar að það sakaði ekki. Í dag fengum við svo þær frábæru fréttir að forstjóri bakans sem var meðal hlustenda, leist svona líka vel á okkur að hann bað um email eða símanúmer til að fá okkur aftur að spila! Þannig að núna næst á dagskrá er bara að semja fleiri lög og æfa fyrir næsta gigg!:)

Þar fyrir utan plönum við Emil og Josefine vor/sumartónleika, þ.e útitónleika þar sem ég mun spila á ukulele, Josefine á gítar og Emil mun syngja. Ég er akkúrat núna að æfa þetta lag: http://www.youtube.com/watch?v=Pash--sNnUI Satt best að segja er ég ekki nógu góð á gripinn, en það kemur með æfingunni!
JÁ og áður en ég hætti, þá langaði mig að koma því að hvað veðrið hér er búið að vera ljúft! Sl.daga hef ég setið úti í sólinni og verið úti í fótbolta þegar ég er ekki inni að æfa! Núna er reyndar byrjað að rigna, en vorið er farið að segja til sín!

p.s við erum ekki enn komin með nafn á hljómsveitina svo allar uppástungur eru vel þegnar!!!:)

OG ef þið sáuð ekki statusinn minn á fb um daginn með þessum link: http://www.deaz.dk/ þá mæli ég eindregið með því að þig kíkið á þetta. Mjög tilfinningaþrungið, skilur eftir sig ,,,já ég veit ekki hvað skal segja.. jafnvel ef þið eruð búin að sjá þetta  kíkið aftur. It's worth it

No comments:

Post a Comment