Sunday 16 January 2011

Easy like a sunday morning. .

Í dag er vika frá því að ég kom hingað! Mér finnst eins og ég hafi verið hér í nokkrar vikur, ef ekki mánuði! Vikan er búin að vera mjög ljúf og góð, herbergisfélagi minn lyktar enn illa, en ég keypti ilmkerti fyrir herbergið mitt, svo það ætti nú að hjálpa eitthvað til.
Vikan einkenndist af söngæfingum, ég fór í trommutíma, kór, ratleik um Silkeborg..(mitt lið vann, auðvitað) og margt fleira! Ég er komin í nokkurs konar "krú" núna, við erum fimm stelpur, fjórar danskar og svo ég. Vonandi að ég læri dönsku af þeim þar sem allt hérna fer fram á ensku! Sem mér finnst vera frekar mikill ókostur, en ekkert að gera í því. Ég er búin að gera samkomulag við stelpurnar og eftir einhvern tíma ætla þær bara að tala dönsku við mig! Huggulegt það, já!
Ásamt aðalfaginu okkar fáum við að velja eitt aukafag og þar valdi ég fag sem heitir interculture, þetta er nokkurs konar félagsfræði þar sem við skoðum mismunandi menningarfélög, siði og venjur. Við erum reyndar ekki búin að fá listann yfir aukafög svo ég veit ekki hvort ég fái að vera í þessu fagi. Við áttum líka að skipta okkur í svokallaða Studentgroups. Það eru hópar sem halda félagslífinu gangandi, einn hópur sem sér um að taka myndir, skrifa um liðna atburði o.fl, einn hópurinn sér um öll tæknimál þegar það kemur að tónleikum, partýjum og slíkum viðburðum.
Ég fór í hóp sem heitir café group og þar er ég að skipuleggja partýin, sem eru aðra hvora helgi. Við eigum að sjá um að velja þema, fá einhverja í skólanum til að koma fram, sjá um að kaupa inn áfengi og vera á barnum og byggja upp stemngingu fyrir partýin með plakötum og slíku. Næsta partý er þarnæstu helgi og við erum strax byrjuð að brainstorma fyrir þema!
Fyrsta partýið var núna sl. föstudag. Þemað var gala og allir voru uppdressaðir, kennararnir þjónuðu okkur og tóku á móti okkur með kampavíni og snittum. Kvöldið byrjaði klukkan sex, en þar sem að tónlistardeildin var með atriði um kvöldið vorum við í soundchecki til kl.17.10 og ég hafði þar af leiðandi nánast engan tíma til að taka mig til. En ég mætti á réttum tíma, við fengum gúrm mat og ég dansaði eins og vitleysingur! Atriðið gekk mjög vel og eftir það var dansað fram á rauða nótt, og bókstaflega rauða nótt. Ég held ég hafi verið að dansa stanslaust í 6 tíma, án þess að setjast níður, því við stelpurnar fórum ekki í bæinn eins og sumir heldur vorum hér frá 18.00 og röltum ekki yfir í hina bygginguna, þar sem herbergin okkar eru fyrr en kl.07.00 um morguninn!
Daginn eftir vöknuðum við mishress, fórum saman í súpermarkaðinn og keyptum snakk og tilheyrandi. Síðan settum við upp myndvarpa í einum salnum, komum með fullt af dýnum og sængum og höfðum Star Wars maraþon. Mögulega mesti letidagur lífs míns, en allt of huggulegur! Ég ákvað að vera heima í gær og fór snemma í  háttinn, nú er ég nýkomin úr brunch og mín bíður ljúfur sunnudagur!


http://www.youtube.com/watch?v=Z8ZeBog2yFM

1 comment:

  1. OOooo!! GAMIN! Inspector Gaman.
    Ég vil fleiri blogg! Og myndir!

    Snillinn þinn, auðvitað ert þú komin í partýnefndina. Ánægð með þig.

    Keep it up.

    Ingunn segir HAAIII!!!!

    ReplyDelete