Sunday 16 January 2011

Fyndni..

Ég ætlaði að fara að sofa fyrir 2 tímum en get ekki sofnað..Svo ég ákvað að varpa fram smá hugleiðingu hér..því ég hef mikið velt fyrir mér, frá því að ég kom hingað til Danmerkur hvernig það yrði að eiga öll samskipti á öðru tungumáli.
Þá er ég ekki að meina því ég er að læra nýtt tungumál, heldur því ég hef mikið hugsað um hvernig húmorinn minn muni þróast.
Það er öðruvísi að vera fyndinn á ensku. Hvað þá dönsku?? Ég átti frekar erfitt með það fyrstu dagana, ég held að ég hafi virkilega hlegið minna en venjulega sökum þess að ég kunni ekki að vera fyndin á öðru tungumáli..no just making a joke there..nej, jeg griner bara..þetta er svo kjánalegt finnst mér. Jú en svo hlaut stundin að renna upp því sl.fimmtudag var ég með vinkonum mínum uppi á herbergi að sötra smá bjór og þá byrjuðum við að grínast og viti menn, húmorinn kom bara yfir mig, svona líka á öðru tungumáli. Þá hló ég mikið, af þeim og sjálfri mér--ég er mikið á móti frasanum: heimskur hlær að sjálfs fyndni!

Annars er þessi færsla tileinkuð Höllu Þórlaugu þar sem að stúlkan bað um myndir. Því miður er ég ekki með myndavél og þess vegna hef ég ekki verið dugleg í þeim bransanum en ég er með nokkrar myndir frá föstudagskvöldinu


Karen,, Javanna og ég

"krúið" Karen,Josefine,Javanna,Rosa og ég


Okkur hafði verið gefið það verkefni fyrir föstudaginn að gera eitthvað fallegt fyrir hitt kynið. Drengirnir höfðu skipulagt hengimann þar sem þeir skrifuðu stafina á bringuna á sér(eins og sést) og þegar við giskuðum á rétt orð kom þessi bakki fram af fríum skotum fyrir okkur stúlkurnar.


Hengimaður..

Búin að syngja lögin tvö, sáttar með frammistöðuna! ég og Anna

(ég þarf að finna svona slang til að enda allar færslur, eitthvað kjánalegt eins og: Þar til næst.. eða L8ER eða Með puttann á púlsinum!)

2 comments:

  1. Hahaha snilli! Með puttann á púlsinum..

    p.s. Jeg griner bara þýðir: Ég hlæ bara. Hehe.. bara smá ábending í góðlátlegu geimi!

    ReplyDelete
  2. Skammast mín fyrir að vera ekki búin að kommenta fyrr - gleymdi því síðast - ég þakka heiðurinn og ég er AFAR ánægð með myndirnar!!!

    Þú ert svo mikill snilli, ég hlakka til að hitta þig aftur - but in the meantime : ENJOY.

    ReplyDelete