Tuesday 11 January 2011

Komin!

Þá er ég loksins mætt í skólann!
En ferðalagið byrjaði fyrir löngu..auðvitað slasaði ég mig  fyrir ferðina svo nú er ég með teygjusokk um höndina og get varla notað hana. Bíllinn var rafmagnslaus svo við þurftum að fá leigubíl til að gefa okkur start sem tók dágóðan tíma, ég hélt ég myndi ærast þann morgun, skrautleg byrjun. Á flugvellinum biðu Íris og Sunna mín, við hittum Ingunni og Höllu Þórlaugu og kvöddum þær.
Flugið var ágætt, með okkur um borð var erlendur fangi sem hafði verið vísað úr landi og þýska handboltaliðið, ágætt það! Við þremeningarnir (sunna,sara og íris) snæddum saman á flugvellinum og tókum svo lestina samferða áleiðis, Íris kvaddi okkur þó snemma en við Sunna lentum í "skemmtilegum" samræðum við danskt ljóðskáld sem hafði samið ljóð um Ísland. Þetta byrjaði allt mjög spennandi en síðan fór félaginn að röfla um sögu Danmerkur við mig og þá misstum við alveg þolinmæðina. Hann gaf Sunnu ljóðið um Ísland en mér þetta ljóð sem hann las upp svo dramatískt fyrir mig...njótið..
Please forward:
The paper flowers that I left for her.

They had been collected in my garden
when I walked
biked (athugið snilldina að hann setti þetta orð í næstu línu..stíllinn er út allt ljóðið...lol)
or (kúl)
took the train or aeroplane.

They had many colours
and(hér er áhersla)
a lot of origins.

Ég nenni því miður ekki að skrifa allt ljóðið, en svona er þefurinn af þessu.
Já ég kom svo í skólann, fór beint upp í herbergið mitt. Herbergi númer 5, á fyrstu hæð og þar hitti ég herbergisfélann minn. Hún heitir Sidsel og er frá Danmörku. Hún er málglöð, opin og ægilega ljúf stúlka en eitt angrar mig og það er hversu illa stúlkan lyktar, ég vissi að ég myndi lenda í einhverju svona, en ég er dugleg að opna gluggann svo þetta kemur ekkert að sök..eða mun venjast. Ég sofnaði snemma og vaknaði eldhress morguninn eftir, fyrsta skóladaginn.
Morgunmatur er alltaf milli 8-8.45 og fyrsti tími byrjar 9. Dagurinn byrjaði svo á samsöng á stóra sviðinu og við sungum saman Stevie Wonder. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir skólanum! Því næst fór ég í aðalfagið mitt, sem er söngur og við byrjuðum á lagi sem við munum flytja nk.föstudag á opnunarhátíð skólans. Þar sem að við erum 7 söngvarar í námi núna var smá vesen að skipta þessu á milli okkar, en það hófst að lokum. Lagið heitir still a friend of mine- http://www.youtube.com/watch?v=WlpQMvHoFCk mikið feelgood lag og við röddum viðlagið og svona snilld. Það eina sem ég syng þarna ein er: And after all the tears are gone, Do we have the heart to carry on?.. fallegt haa? Fyrsti dagurinn fór að mestu í þetta lag og svona nokkrar vandræðalegar samræður við fólkið hér í skólanum. Ég fór líka snemma að sofa þá vegna þess að ég nennti ekki niður að spjalla við fólk, ég var búin að vera að því allan daginn svo ég ákvað að verða félagsskítur það kvöld.
Dagurinn í dag hefur verið mun fjölbreyttari! Við fórum í fitness og jóga í morgun, algjör snilld að fá hreyfingu, ég gat samt ekki gert allar æfingarnar út af hendinni minni, haha. Aðalfagið tók þá við og nú erum við að æfa nýtt lag sem heitir So I got the groove, við sýnum það líka nk.föstudag-  http://www.youtube.com/watch?v=s6Ua9trBnrg&feature=related við útsettum þetta örlítið öðruvísi en þetta er stemningin. Næst var hádegismatur og svo kór! Tímarnir hérna eru svo skemmtilegir og við erum að læra svo margt spënnandi, til dæmis fékk ég að læra smá á trommur í dag, ekki lítið gaman!
Ég kynntist líka fleira fólki í dag, nokkrum á dansbrautinni og tónlistarbrautinni, mjög indælar stelpur, hef góða tilfinningu fyrir þessu!
En nú er ég uppi á herbergi, kvöldmatur eftir einn og hálfan tíma. Spurning að skella sér í bæinn og skoða Silkeborg...
Ég sakna ykkar allra!
-Sara
Enda á einu af lögunum sem við sungum í kór
:http://www.youtube.com/watch?v=6bdfQyWaS14

5 comments:

  1. MJU GAMAN

    bendi einnig á:

    www.parisardvolin.blogspot.com

    ReplyDelete
  2. ÞÚ ERT SNILLI. mér finnst bull og vitleysa sem þú skrifaðir á facebook, þú ert mjög hnyttinn&fyndinn bloggari. ég hló einstaklega mikið af herbergisfélaganum og það að opna gluggann. láttu þér bara ekki verða kalt! p.s. skólinn hljómar of skemmtilega, og ég elsk elsk ELSKA lovely day. ég vona að þú eigir allavega marga "lovely day"-a.
    hlakka sko til að lesa meira!
    Kveðja, Sólrún

    ReplyDelete
  3. Sara! Sara.. Siguuuurlaug saaara

    ReplyDelete
  4. sara, mér finnst eins og þú sért hilary duff í raise your voice!!

    ReplyDelete